Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 09:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gluggadagur - Lokar á miðnætti
Mynd: Fótbolti.net
Aron Þórður í Fram?
Aron Þórður í Fram?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Bergmann í Gróttu?
Alex Bergmann í Gróttu?
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Félagaskiptaglugganum í efstu þremur deildum karla og efstu tveimur deildum kvenna verður skellt í lás í kvöld - á miðnætti.

Það eru nokkrar sögur sem hafa heyrst og einhverjar vangaveltur.



Besta deild karla

KR - Aron Þórður Albertsson á leið í Fram? Taka KR-ingar inn bakvörð eftir meiðsli Jóhannesar Kristins Bjarnasonar? Fótbolti.net hefur fjallað um að KR gæti reynt að fá Hörð Inga Gunnarsson frá FH. KR verið með þrjá unga varnarmenn á bekknum í byrjun móts; Birgi Stein Styrmisson, Lúkas Magna Magnason og Rúrik Gunnarsson, verður einn þeirra lánaður?

FH - Hörður Ingi Gunnarsson hefur ekki verið á bekknum til þessa en spurning hvort hann nálgist liðið eftir meiðsli Ólafs Guðmundssonar. Haraldur Einar Ásgrímsson er áfram orðaður við Fram. Heyrst hefur að Guðjón Pétur Lýðsson hafi áfram æft áfram með FH, U-beygja í kortunum?

Stjarnan - Það munu einhverjir fara á láni frá Stjörnunni í dag. Spurning með Daníel Finns Matthíasson, Sigurberg Áka Jörundsson, Baldur Loga Guðlaugsson, Dag Orra Garðarsson, Viktor Reyni Oddgeirsson og Þorberg Þór Steinarsson.

Fram - Orðaðir við Aron Þórð og Harald Einar eins og fram kemur hér að ofan. Reynslumiklir leikmenn fara að snúa til baka úr meiðslum og því spurning hvort að leikmenn eins og Þengill Orrason og Sigfús Árni Guðmundsson verði lánaðir.

Breiðablik - Gæti Tumi Fannar Gunnarsson farið á láni?

ÍA - Líkur á því að yngri leikmenn fari til Kára eða annarra félaga á láni.

Valur - Reyna þeir Jakob Franz Pálsson og Bjarni Guðjón Brynjólfsson að fara í burtu á láni? Hafa ekki fengið mínútu í byrjun móts.

Lengjudeildin

Grótta - Alex Bergmann Arnarsson er orðaður við Gróttu.

Keflavík - Voru með erlendan framherja með sér í æfingaferðinni. Tilkynnir Keflavík nýjan framherja fyrir gluggalok?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner