Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 09:49
Elvar Geir Magnússon
Þorvaldur ræddi við Infantino um óboðlegan Laugardalsvöll
Gianni Infantino og Þorvaldur Örlygsson.
Gianni Infantino og Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: KSÍ
Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður KSÍ, átti fund með Gianni Infantino, forseta FIFA, í París í gær.

Á heimasíðu KSÍ kemur fram að þeir hafi meðal annars rætt um landsliðsmál og umsókn KSÍ um að taka þátt í Talent Development Scheme. Í þeirri áætlun vill FIFA hjálpa aðildarsamböndum sínum að ná hámarksárangri og tryggja að allir hæfileikaríkir leikmenn eigi möguleika á að þróast og verða uppgötvaðir. Langtímamarkmið áætlunarinnar er að hækka rána í A landsliðum karla og kvenna.

Þeir Þorvaldur og Infantino ræddu einnig innviði í Laugardalnum en löngu er kominn tími á að endurnýja Laugardalsvöll sem stenst engan veginn nútímakröfur fyrir leikmenn, áhorfendur né starfsmenn.

„Við töluðum um eitt af okkar mikilvægustu málefnum sem eru vallarmál. Það er frábær byrjun fyrir okkur að fá stuðning frá Infantino forseta FIFA, að heyra að hann sé viljugur til að styðja við verkefni eins og þetta," segir Þorvaldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner