Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Ungur stuðningsmaður Chelsea með skýr skilaboð til liðsins
Margir stuðningsmenn Chelsea geta tekið undir þessi skilaboð.
Margir stuðningsmenn Chelsea geta tekið undir þessi skilaboð.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Ég vil ekki treyjuna þína! Ég vil bara að þú sýnir vilja til að leggja þig fram fyrir félagið."

Þetta voru skilaboð sem ungur stuðningsmaður Chelsea hélt uppi á meðan liðið tapaði á niðurlægjandi hátt 5-0 gegn grönnum sínum í Arsenal.

Á skiltinu var einnig skammstöfunin UTC, Up the Chelsea.

Conor Gallagher fyrirliði Chelsea var spurður út í skilaboðin frá stuðningsmanninum unga sem gáfu í skyn að leikmenn væru ekki að leggja á sig.

„Við erum klárlega að leggja okkur fram. Ég veit að þetta skiptir strákana miklu máli. Þetta er ungur leikmannahópur sem hefur ekki mikla reynslu sem lið í ensku úrvalsdeildinni, ég veit að þetta hefur verið sagt oft," segir Gallagher.

„Þetta hefur verið algjörlega upp og niður. Við erum enn að bæta okkur og vinna að því saman að komast á næsta stig. Í dag var einn af þeim dögum þar sem ekkert gekk. Við þurfum að skoða frammistöðuna, hvað við getum bætt og læra af mistökunum."

Chelsea er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er þó bara þremur stigum frá sjötta sætinu þegar liðið á sex umferðir eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner