Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 25. apríl 2024 19:14
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Hallgrímur kallaði eftir samstöðu í krefjandi verkefni sem að biði nú KA.
Hallgrímur kallaði eftir samstöðu í krefjandi verkefni sem að biði nú KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var bara mjög gott. Mikill léttir,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, þegar hann var spurður út í stórglæsilegt sigurmark Daníels Hafsteinssonar á Greifavellinum í dag. KA vann dramatískan 2-1 sigur á Lengjudeildarliði ÍR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og verður því í pottinum á morgun.

„Fengum mark á okkur í lokin, eins og í síðasta leik og sýndum bara jákvæðni og trú að halda áfram og ætli þetta sé ekki mark ársins hjá Danna, þannig að það var bara mjög gott.''


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 ÍR

KA hafa nú fengið á sig mörk í uppbótartíma í síðustu tveimur leikjum. Fara KA í einhvers konar andlega læsingu í lok leikja?

„Já, það getur bara vel verið. Undirbúningstímabilið gekk rosalega vel og gekk vel í fyrra, en svo lendum við í því núna að við fáum á okkur mark á leiðinlegum tímapunktum og svona erfið mörk, sem að áttu kannski ekki að vera lögleg. Það er bara eðlilegt að það setjist aðeins í og við fáum aftur á okkur mark eftir 90. mínútu í dag - ÍR-ingar gerðu bara vel.''

Hann bætti svo við: „En að koma til baka og klára leikinn er jákvætt og það gefur okkur eitthvað. Oft bara fara nokkur kíló af öxlunum þegar maður klárar svona leiki.''

Umræðan í kringum KA hefur verið neikvæð og þung. Hvernig líst Hallgrími á prógrammið framundan? Þar bíða Víkingur, KR og Valur í næstu þremur leikjum.

„Búið að vera smá þungt og okkur finnst við ekki vera með þau stig sem að við eigum skilið miðað við frammistöðurnar. Frammistaðan í síðasta leik á móti Vestra var ekki nógu góð og við töpum í lokin, en það er bara þannig. Við erum búnir að ganga í gegnum ansi mikið og skemmtilegt á síðustu tveimur árum og núna kemur alvöru verkefni - við byrjum aðeins þungt og þá bara reynir á að við stöndum saman og gerum þetta saman. Við stöndum saman sem lið; fólkið í bænum, þjálfararnir og strákarnir,'' sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner