Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn langt á milli Man Utd og Newcastle í viðræðunum um Ashworth
Dan Ashworth.
Dan Ashworth.
Mynd: Getty Images
Það er enn mjög langt á milli Manchester United og Newcastle í viðræðum um Dan Ashworth. Það er Telegraph sem segir frá þessum tíðindum.

Viðræðurnar hafa staðið yfir í tvo mánuði en Man Utd er að reyna að fá ráða Ashworth sem yfirmann fótboltamála. Ashworth vill ólmur fara en er samningsbundinn Newcastle.

Newcastle vill fá 15 milljónir punda fyrir Ashworth og svo 5 milljónir punda í dreifðar greiðslur ofan á það.

Telegraph segir að Man Utd sé aðeins tilbúið að borga 2 milljónir punda til að leysa Ashworth undan samningi sínum. Það er því ansi langt á milli félaganna.

Jason Wilcox mun vera yfir leikmannamálum þangað til Ashworth kemur til félagsins, en Wilcox var nýverið ráðinn til Man Utd. Wilcox mun starfa á bak við tjöldin með Ashworth og nýlega ráðnum framkvæmdastjóra félagsins, Omar Berrada.

Wilcox var yfirmaður fótboltamála hjá Southampton en fyrir það var hann yfir akademíunni hjá Manchester City. Wilcox lék meðal annars fyrir Blackburn Rovers sem leikmaður og vann ensku úrvalsdeildina með liðinu 1995.
Athugasemdir
banner
banner