Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 25. apríl 2024 16:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum - Naumur sigur Fylkismanna
Ómar Björn
Ómar Björn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Josip Krznaric
Josip Krznaric
Mynd: Getty Images

Það var lítið um óvænt úrslit í fyrstu leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum.


Vestri lenti þó í kröppum dansi við Hauka. Pétur Bjarnason kom Vestra yfir strax í upphafi leiks en Haukar svöruðu með tveimur mörkum.

Toby King tókst að jafna áður en flautað var til loka venjulegs leiktíma. Það var síðan Friðrik Þór Hjaltason kom Vestra yfir og Ívar Breki Helgason innsiglaði sigurinn.

Það var dramatík í Eyjum þar sem Grindvíkingar stálu sigrinum í uppbótatíma.

Staðan var jöfn í hálfleik en Grindvíkingar voru manni færri í þeim síðari þar sem Eric Vales Ramos var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksins.

Aron Dagur Birnuson markvörður ÍBV átti frábærar markvörslur í seinni hálfleik og í uppbótatíma fékk Grindavík vítaspyrnu. Einar Karl Ingvarsson steig á puktinn en lét HJörvar Daða Arnarsson verja frá sér en boltinn barst til Josip Krznaric sem skoraði og tryggði Grindvíkingum sigurinn.

Aron Snær Ingason fór mikinn í sigri Fram gegn Árbæ. Hann kom Fram yfir en hefði getað tvöfaldað forystu liðsins þegar Fram fékk vítaspyrnu en hann lét Bartosz Matoga markvörð Árbæjar verja frá sér og Matoga varði strax aftur í kjölfarið. Framarar bættu við tveimur mörkum undir lokin og sigur staðreynd.

Þá vann Fylkir nauman sigur á Hetti/Huginn.

Höttur/Huginn 0 - 1 Fylkir
0-1 Ómar Björn Stefánsson ('60 )
Lestu um leikinn

ÍBV 1 - 2 Grindavík
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('13 )
1-1 Eric Vales Ramos ('29 )
1-1 Einar Karl Ingvarsson ('89 , misnotað víti)
1-2 Josip Krznaric ('89 )
Rautt spjald: Eric Vales Ramos, Grindavík ('42) Lestu um leikinn

Árbær 0 - 3 Fram
0-1 Aron Snær Ingason ('13 )
0-1 Aron Snær Ingason ('77 , misnotað víti)
0-2 Magnús Þórðarson ('86 )
0-3 Egill Otti Vilhjálmsson ('90 , víti)
Rautt spjald: Ástþór Ingi Runólfsson, Árbær ('61) Lestu um leikinn

Haukar 2 - 4 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason ('2 )
1-1 Magnús Ingi Halldórsson ('5 )
2-1 Djordje Biberdzic ('23 )
2-2 Toby King ('30 )
2-3 Friðrik Þórir Hjaltason ('51 )
2-4 Ívar Breki Helgason ('76 )
Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner